Fíkniefnahundur fann hass í bíl

Fíkni­efna­hund­ur­inn Bea, sem er í eign lög­regl­unn­ar á Sel­fossi, vann fyr­ir bein­inu sínu í vik­unni þar sem hún var við þjálf­un í Fjarðabyggð ásamt þjálf­ur­um sín­um, Jó­hönnu Ey­vins­dótt­ur og Stein­ari Gunn­ars­syni, yfirþjálf­ara rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins.

Lög­reglu­menn á Eskif­irði höfðu í al­mennu eft­ir­liti stöðvað bíl og lék grun­ur á fíkni­efni væru í bíln­um. Lög­reglu­menn­irn­ir færðu öku­mann­inn og bif­reiðina á lög­reglu­stöð og hundat­eymið var kallað til aðstoðar. Við leit í bíln­um var Bea notuð og fann hún afar fljótt um það bil 29 grömm af hassi.

Í fram­hald­inu var gerð hús­leit á heim­ili hins grunaða manns en hon­um var sleppt að lokn­um yf­ir­heyrsl­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert