Ingibjörg Sólrún: Eðlilegt að gera samkomulag við Norðmenn og Dani

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/ Brynjar Gauti

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir samkomulag sem nú er í höfn við bæði Norðmenn og Dani um samstarf í öryggis- og varnarmálum, eðlilegt í ljósi stöðu mála við norðanvert Atlantshaf eftir að bandaríski herinn fór með sitt lið frá Íslandi.

„Við í Samfylkingunni sögðum þá að við teldum að það ætti að taka þá þegar upp viðræður við grannþjóðirnar við norðanvert Atlantshafið, við Norðmenn, Dani, Breta og Kanadamen um hvernig eftirliti og vörnum á N-Atlantshafinu væri best fyrir komið. Allir þessir aðilar eiga hér hagsmuna að gæta. Við hljótum að fagna því að það skuli hafa verið gert. En það felur þá líka í sér viðurkenningu á því, að ekki fólust nægilegar varnir fyrir Ísland í tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Það er andstætt því sem ráðherrarnir héldu fram þegar hann var gerður," segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert