Magnús Oddsson fékk heiðursviðurkenningu Ferðamálasamtaka Evrópu

Magnús tekur við viðurkenningunni í dag.
Magnús tekur við viðurkenningunni í dag.

Magnúsi Oddsyni, ferðamálastóra Íslands, veitt í dag veitt heiðursviðurkenning fyrir úrvalsþjónustu við Ferðamálasamtök Evrópu í yfir 15 ár. Þá var Magnús kjörinn í framkvæmdanefnd samtakanna til næstu tveggja ára, en aðalfundur evrópsku samtakanna stendur yfir hér á landi.

Þetta er í annað sinn í 59 ára sögu samtakanna sem aðalfundur Ferðamálasamtaka Evrópu er haldinn hér á landi en 30 ár eru nú liðin frá fyrri fundinum hérlendis.

Aðalfundurinn í morgun hófst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sem bauð erlendu gestina velkomna og undirstrikaði mikilvægi Ferðamálaráðs Evrópu fyrir litla þjóð eins og Ísland.

Ferðamálaráð Evrópu einbeitir sér að kynningu á ferðamöguleikum í Evrópu á mörkuðum utan Evrópu. Samtökin reka stóra alþjóðlega upplýsingavefi, gefa út kynningarrit og bæklinga og skipuleggja heimsóknir og söluherferðir til Evrópulanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka