Magnús Oddsson fékk heiðursviðurkenningu Ferðamálasamtaka Evrópu

Magnús tekur við viðurkenningunni í dag.
Magnús tekur við viðurkenningunni í dag.

Magnúsi Odd­syni, ferðamála­stóra Íslands, veitt í dag veitt heiður­sviður­kenn­ing fyr­ir úr­valsþjón­ustu við Ferðamála­sam­tök Evr­ópu í yfir 15 ár. Þá var Magnús kjör­inn í fram­kvæmda­nefnd sam­tak­anna til næstu tveggja ára, en aðal­fund­ur evr­ópsku sam­tak­anna stend­ur yfir hér á landi.

Þetta er í annað sinn í 59 ára sögu sam­tak­anna sem aðal­fund­ur Ferðamála­sam­taka Evr­ópu er hald­inn hér á landi en 30 ár eru nú liðin frá fyrri fund­in­um hér­lend­is.

Aðal­fund­ur­inn í morg­un hófst með ávarpi Sturlu Böðvars­son­ar sam­gönguráðherra sem bauð er­lendu gest­ina vel­komna og und­ir­strikaði mik­il­vægi Ferðamálaráðs Evr­ópu fyr­ir litla þjóð eins og Ísland.

Ferðamálaráð Evr­ópu ein­beit­ir sér að kynn­ingu á ferðamögu­leik­um í Evr­ópu á mörkuðum utan Evr­ópu. Sam­tök­in reka stóra alþjóðlega upp­lýs­inga­vefi, gefa út kynn­ing­ar­rit og bæk­linga og skipu­leggja heim­sókn­ir og sölu­her­ferðir til Evr­ópu­landa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert