Neysla á LSD hefur farið vaxandi

Eft­ir Örlyg Stein Sig­ur­jóns­son orsi@mbl.is

Hef­ur maður­inn komið við sögu lög­reglu áður vegna fíkni­efna­mála. Hann var yf­ir­heyrður en rann­sókn­ar­hags­mun­ir kröfðust þess ekki að hann yrði hneppt­ur í gæslu­v­arðhald og var hon­um því sleppt en má vænta ákæru að rann­sókn lok­inni. Lög­regl­an seg­ir mann­inn hafa viður­kennt vörslu efn­anna en tjá­ir sig ekki um hvort grun­ur sé um að maður­inn hafi smyglað efn­un­um inn sjálf­ur. Fleiri hafa ekki verið hand­tekn­ir vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

LSD er ekki al­gengt fíkni­efni á ís­lensk­um fíkni­efna­markaði en þó eru dæmi um stór LSD-mál. Þannig var t.d. karl­maður dæmd­ur í langt fang­elsi árið 2005 fyr­ir smygl á fíkni­efn­um þar af tvö þúsund skömmt­um af LSD. Þá voru 4 þúsund skammt­ar tekn­ir í einu máli sama ár og er það mesta magn sem fund­ist hef­ur í einu.

Skammt­ur af efn­inu mun kosta um tvö þúsund krón­ur sam­kvæmt verðkönn­un SÁÁ á ólög­leg­um vímu­efn­um sem gerð var í októ­ber sl.

Að sögn Þór­ar­ins Tyrf­ings­son­ar, yf­ir­lækn­is á Vogi, hef­ur LSD-neysla held­ur farið vax­andi að und­an­förnu eft­ir að dregið hafði úr henni á liðnum árum. "Yf­ir­leitt er um tíma­bundna neyslu að ræða," bend­ir hann á og bæt­ir við að LSD-ist­ar séu ekki til, á svipaðan hátt og alkó­hólist­ar eða hass­ist­ar, svo dæmi séu tek­in.

Neysla teng­ist skemmt­un­um

"Menn nota þá ýmis efni sam­an, s.s. e-pill­ur og LSD ásamt örv­andi efn­um," seg­ir hann. Hætt­urn­ar við neyslu á LSD fel­ast fyrst og fremst í því að fólk get­ur orðið stjórn­laust eða geðveikt í vím­unni, seg­ir á heimasíðu SÁÁ. Of­skynj­an­irn­ar eru þó í réttu hlut­falli við skammta­stærð og hætt­an eykst á slæm­um viðbrögðum og geðveiki með stærri skömmt­um. Þar kem­ur einnig fram að vímu­áhrif LSD koma á 1 til 2 klukku­stund­um og fara eft­ir ein­stak­lingn­um sem í hlut á, skammta­stærð, aðstæðunum sem efnið er notað við, vænt­ing­um neyt­and­ans og geðslagi hans. Viðbrögðin eru því mjög breyti­leg eft­ir ein­stak­ling­um og geta líka verið mjög mis­mun­andi hjá sama ein­stak­ling.

Efnið fer mis­jafn­lega í fólk og sum­ir lýsa reynsl­unni sem ánægju­legri meðan aðrir lýsa henni sem óskemmti­legri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert