Of seint gripið til aðgerða í göngum við Kárahnjúka

Úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirknunar.
Úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirknunar. mbl.is/Steinunn
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is

Fjórtán km kafla ganganna milli aðganga 2 og 3 á Fljótsdalsheiði var lokað af Vinnueftirlitinu um hádegi í fyrradag og verður ekki opnaður aftur fyrr en sérfræðingar eftirlitsins hafa staðfest fullnægjandi umbætur.

Úttekt á ástandinu verður gerð í dag, en í gær var af hálfu Impregilo byrjað að koma fyrir öflugum blásurum og öðrum viðbótarbúnaði til að loftræsta göngin betur.

"Í dag er 21. öldin og við getum ekki sætt okkur við að farið sé svona með menn á Íslandi," sagði Þorsteinn við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann undrast að Impregilo skuli draga listann með nöfnum þeirra sem veiktust í efa og þykir hart að menn bregðist við með því að fara í vörn og gera lítið úr þeim alvarlegu aðstæðum sem uppi hafa verið. Tveir menn hafi verið hætt komnir og þrír þurft að leggjast á sjúkrahús vegna eitrunareinkenna. Flestir mannanna séu nú búnir að jafna sig, en nokkrir hafi þó enn lungnaeinkenni.

"Impregilo og framkvæmdaeftirlitið hafa vitað af þessu í tvær vikur og því var þá ekki hægt á verkinu miklu fyrr, rétt á meðan þessu var kippt í lag svo menn þyrftu ekki að vinna við þessar nöturlegu og hættulegu aðstæður?" spyr Þorsteinn.

Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun gagnrýnir harðlega viðbrögð Vinnueftirlits ríkisins þar sem menn þykist koma af fjöllum varðandi ástandið í göngunum. Stofnunin hafi auðveldlega getað fylgst með málum. "Grípa hefði átt inn í fyrr en nú er verið að vinna vel í að leysa úr málum."

Yfirlæknir | 19

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert