Of seint gripið til aðgerða í göngum við Kárahnjúka

Úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirknunar.
Úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirknunar. mbl.is/Steinunn
Eft­ir Stein­unni Ásmunds­dótt­ur stein­unn@mbl.is

Fjór­tán km kafla gang­anna milli aðganga 2 og 3 á Fljóts­dals­heiði var lokað af Vinnu­eft­ir­lit­inu um há­degi í fyrra­dag og verður ekki opnaður aft­ur fyrr en sér­fræðing­ar eft­ir­lits­ins hafa staðfest full­nægj­andi um­bæt­ur.

Úttekt á ástand­inu verður gerð í dag, en í gær var af hálfu Impreg­i­lo byrjað að koma fyr­ir öfl­ug­um blás­ur­um og öðrum viðbót­ar­búnaði til að loftræsta göng­in bet­ur.

"Í dag er 21. öld­in og við get­um ekki sætt okk­ur við að farið sé svona með menn á Íslandi," sagði Þor­steinn við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi. Hann undr­ast að Impreg­i­lo skuli draga list­ann með nöfn­um þeirra sem veikt­ust í efa og þykir hart að menn bregðist við með því að fara í vörn og gera lítið úr þeim al­var­legu aðstæðum sem uppi hafa verið. Tveir menn hafi verið hætt komn­ir og þrír þurft að leggj­ast á sjúkra­hús vegna eitr­un­ar­ein­kenna. Flest­ir mann­anna séu nú bún­ir að jafna sig, en nokkr­ir hafi þó enn lungna­ein­kenni.

"Impreg­i­lo og fram­kvæmda­eft­ir­litið hafa vitað af þessu í tvær vik­ur og því var þá ekki hægt á verk­inu miklu fyrr, rétt á meðan þessu var kippt í lag svo menn þyrftu ekki að vinna við þess­ar nöt­ur­legu og hættu­legu aðstæður?" spyr Þor­steinn.

Odd­ur Friðriks­son, yf­ir­trúnaðarmaður við Kára­hnjúka­virkj­un gagn­rýn­ir harðlega viðbrögð Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins þar sem menn þyk­ist koma af fjöll­um varðandi ástandið í göng­un­um. Stofn­un­in hafi auðveld­lega getað fylgst með mál­um. "Grípa hefði átt inn í fyrr en nú er verið að vinna vel í að leysa úr mál­um."

Yf­ir­lækn­ir | 19

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert