Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar

Jóhannes Geir og Páll heilsast á aðalfundi Landsvirkjunar í dag.
Jóhannes Geir og Páll heilsast á aðalfundi Landsvirkjunar í dag. mbl.is/Golli

Páll Magnús­son, bæj­ar­rit­ari í Kópa­vogi, var í dag kjör­inn stjórn­ar­formaður Lands­virkj­un­ar í dag og Val­ur Vals­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri, var kjör­inn vara­formaður. Jó­hann­es Geir Sig­ur­geirs­son fór úr stjórn Lands­virkj­un­ar á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins í dag. Sagði hann á fund­in­um að hann hefði getað hugsað sér að sitja í stjórn­inni í eitt ár í viðbót og fylgja Kára­hnjúka­verk­efn­inu eft­ir fram yfir gang­setn­ingu virkj­un­ar­inn­ar síðar á þessu ári en af því hefði ekki orðið.

Á aðal­fund­in­um í dag voru auk Páls og Vals þau Jóna Jóns­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur á Ak­ur­eyri, Valdi­mar Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri í Hvera­gerði og Ágúst Ein­ars­son, rektor á Bif­röst, kjör­in í stjórn.

Á aðal­fund­in­um var samþykkt að Lands­virkj­un greiði 500 millj­ón­ir í arð til eig­anda síns, ís­lenska rík­is­ins.

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un kem­ur fram, að Jó­hann­es Geir sagðist á fund­in­um hafa setið í stjórn Lands­virkj­un­ar í 12 ár og þar af 10 ár sem stjórn­ar­formaður.

„Ég gat reynd­ar hugsað mér að sitja í stjórn­inni eitt ár í viðbót, en nú ligg­ur fyr­ir að svo verður ekki. Ég hafði með öðrum orðum áhuga á að fylgja Kára­hnjúka­verk­efn­inu eft­ir fram yfir gang­setn­ingu virkj­un­ar­inn­ar síðar á þessu ári. Ástæðan er sú að þetta verk­efni hef­ur aug­ljósa sér­stöðu meðal alls þess sem til kasta stjórn­ar og stjórn­ar­for­manns Lands­virkj­un­ar hef­ur komið und­anafar­in ár, enda Kára­hnjúka­virkj­un vissu­lega um­töluð og um­deild. Ég er hins veg­ar ein­dregið þeirr­ar skoðunar að virkj­un­in, og það sem henni fylg­ir, eigi eft­ir að sanna sig sem eitt mesta heilla­sporið í fram­kvæmda- og at­vinnu­sögu Íslend­inga í seinni tíð," sagði Jó­hann­es Geir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert