Skrifað undir samkomulag við Norðmenn um varnarmála

Jonas Gahr Støre og Valgerður Sverrisdóttir skrifa undir samkomulagið í …
Jonas Gahr Støre og Valgerður Sverrisdóttir skrifa undir samkomulagið í Ósló í dag. Holm, Morten

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, og Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, skrifuðu laust fyr­ir klukk­an 12 und­ir sam­komu­lag í Ósló um sam­starf í varn­ar­mál­um, sem hef­ur það að mark­miði að efla sam­starf um skipu­lagn­ingu og um aðgerðir flugsveita, sjó­hers og land­helg­is­gæslu á Íslandi og hafsvæðinu um­hverf­is Ísland. Síðar í dag mun Val­gerður und­ir­rita yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við Dani.

Í sam­komu­lag­inu við Norðmenn seg­ir, að mark­mið þess sé að staðfesta póli­tísk­an vilja til þess að víkka sam­starf milli norskra og ís­lenskra stjórn­valda á friðar­tím­um í mál­um, sem varða ör­yggi, varn­ir, viðbúnað og björg­un á Norður-Atlants­hafs­svæðinu.

Í samn­ingn­um við Norðmenn seg­ir m.a., að samn­ingsaðilarn­ir hygg­ist efna til sam­ráðs milli emb­ætt­is­manna hlutaðeig­andi ráðuneyta á hálfs árs fresti, til skipt­is í Nor­egi og á Íslandi. Áætl­un um sam­ráðsfundi verður tek­in sam­an reglu­lega og skulu aðilarn­ir samþykkja hana. Munu þjóðirn­ar skipt­ast á upp­lýs­ing­um um tengiliði úr röðum emb­ætt­is­manna hlutaðeig­andi ráðuneyta og um hugs­an­lega tengiliði inn­an op­in­berra stofn­ana. Þá hyggj­ast rík­in efla tengsl milli lög­reglu- og ör­ygg­is­mála­yf­ir­valda sinna.

Nor­eg­ur hyggst leggja sitt af mörk­um til mennt­un­ar og þjálf­un­ar ís­lensks starfsliðs, meðal ann­ars á sviði flu­geft­ir­lits og viðeig­andi stjórn­un­ar, eft­ir nán­ara sam­komu­lagi með hliðsjón af tíma­lengd og um­fangi. Nor­eg­ur hyggst enn frem­ur leggja sitt af mörk­um til áfram­hald­andi nám­skeiðahalds fyr­ir ís­lenskt starfslið í upp­lýs­inga­öfl­un og um ör­ygg­is­mál.

Lönd­in hyggj­ast und­ir­búa gerð samn­ings sem fjall­ar m.a. upp­lýs­inga­skipti viðvíkj­andi eft­ir­liti með skipa­ferðum, um leit­ar- og björg­un­arþjón­ustu, hugs­an­legt sam­starf um öfl­un tækja­búnaðar, m.a. nýrra björg­un­arþyrlna, og um viðbúnað á sviði al­manna­varna.

Þá ætla lönd­in að auka tæki­færi til heim­sókna og æf­inga og til að stunda ann­ars kon­ar varn­ar­starf­semi, meðal ann­ars með til­styrk sér­sveita, her- og varðskipa og norskra orr­ustuflug­véla og eft­ir­lits­flug­véla á Íslandi og í ís­lenskri loft- og land­helgi.

Íslensk stjórn­völd munu veita norsku starfsliði og starf­semi, sem teng­ist sam­starfs­verk­efn­um á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði, stuðning viðtöku­rík­is. Ísland mun bera kostnað vegna staðsetn­ing­ar liðsmanna, kosts og nauðsyn­legs stuðnings á landi og vegna notk­un­ar aðstöðu í Kefla­vík­ur­stöðinni.

Í samn­ingn­um seg­ir, að hvor aðili um sig skuli bera þann kostnað sem teng­ist eig­in starf­semi nema því aðeins að aðilarn­ir verði ein­huga um annað eða að annað leiði af þessu sam­komu­lagi eða tækni­leg­um samn­ing­um sem eru grund­vallaðir á því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert