Trilla strandaði við Fagranes í Skagafirði

Engan sakaði þegar sex tonna trilla strandaði við Fagranes í Skagafirði laust eftir miðnætti í nótt. Báturinn og búnaður um borð skemmdust hins vegar töluvert og meira en talið var í fyrst. Lögreglan á Sauðárkróki náði fljótlega sambandi við sjómanninn í gegnum gsm-síma og þótti ljóst að ekki var hætta á ferðum.

Veður var skaplegt en nokkur undiralda. Nokkur göt komu á bátinn og flæddi sjór inn í hann. Björgunarskipið Sigurvin frá Siglufirði var sent á staðinn og dró hann trilluna til hafnar á Sauðárkróki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert