Íslenzk stjórnvöld kynntu hugmyndir sínar um aukið samstarf við önnur NATO-ríki við Norður-Atlantshaf fyrir þýzkum embættismönnum í Berlín í vetur. Áhugi kviknaði í framhaldinu hjá Þjóðverjum á auknu samstarfi við Ísland. Ekki er gert ráð fyrir að það yrði eins víðtækt og samið hefur verið um við Noreg og Danmörku. Það myndi líklega aðallega takmarkast við heræfingar.
Í sendinefndinni, sem væntanleg er hingað til lands, eru hátt settir embættismenn í utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Þýzkalands. Þeir munu funda með starfssystkinum sínum í utanríkis-, dómsmála- og forsætisráðuneyti hér á landi.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.