Akstursæfingasvæði sett upp á gamla varnarsvæðinu

Í tilefni af alþjóðlegu umferðaöryggisvikunni hefur Umferðarstofa fengið leyfi frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar til að setja upp æfingasvæði fyrir akstursíþróttir á gamla varnarsvæðinu og mun fyrsta æfingin verða á morgun. Sett verður upp aðstaða bæði fyrir mótorhjól og bíla.

Mæting fyrir þátttakendur er klukkan 10 en brautin verður opnuð fyrir akstur klukkan 12.

Umferðarstofa segir, að þetta verkefni sé gert með því skilyrði, að akstursíþróttamenn og þátttakendur leggi því lið að uppræta kappakstur úr almennri umferð. Verið sé að móta reglur sem miða að því að þeir sem staðnir eru að alvarlegum umferðalagabrotum séu útilokaðir frá mögulegum keppnum og aðgangi að svæðinu í framtíðinni. Þær hugmyndir hafi fengið góðar viðtökur meðal forsvarsmanna akstursíþróttafélaga og samtaka.

Umferðastofa og lögregla hafa sett þau skilyrði að akstursæfingar sem þessar séu samkvæmt alþjóðareglum um akstursíþróttir og -æfingar FIA, alþjóðasamtaka akstursíþróttafélaga, og því hefur LÍA, sem að er aðili að FIA, verið falið að annast rekstur og skipulagningu akstursæfinganna á laugardag.

Umferðarstofa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert