Baráttusamtökin aðeins fram í einu kjördæmi

Bar­áttu­sam­tök­in, fram­boð eldri borg­ara hafa aðeins skilað inn fram­boðslist­um fyr­ir Norðaust­ur­kjör­dæmi vegna alþing­is­kosn­ing­anna þann 12. maí nk., en frest­ur til að skila inn fram­boðslist­um til yfir­kjör­stjórna rann út á há­degi. Aðrir list­ar, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Vinstri hreyf­ing­in-grænt fram­boð, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og Íslands­hreyf­ing­in hafa skilað inn fram­boðslist­um í öll­um kjör­dæmun­um sex. Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert