Baráttusamtökin, framboð eldri borgara hafa aðeins skilað inn framboðslistum fyrir Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna þann 12. maí nk., en frestur til að skila inn framboðslistum til yfirkjörstjórna rann út á hádegi. Aðrir listar, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin-grænt framboð, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin hafa skilað inn framboðslistum í öllum kjördæmunum sex. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.