Skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV: Fólk telur ójöfnuð meiri nú

Mik­ill meiri­hluti fólks eða 71% tel­ur að ójöfnuður í þjóðfé­lag­inu hafi auk­ist á sl. fjór­um árum. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem Capacent Gallup gerði fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið dag­ana 17. til 23. apríl. Hins veg­ar töldu 18,2% að hann hefði staðið í stað og 10,7% að hann hefði minnkað.

Held­ur færri karl­ar en kon­ur töldu að ójöfnuður hefði auk­ist.Yngsti ald­urs­flokk­ur­inn, 18–24 ára, skar sig úr öðrum ald­urs­hóp­um og þar voru 45,2% á því að ójöfnuður hefði staðið í stað en 35,5% að hann hefði auk­ist. Í öðrum ald­urs­hóp­um var mik­ill meiri­hluti á því að ójöfnuður­inn hefði auk­ist.

Kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins voru síst á því að ójöfnuður hefði auk­ist. Engu að síður voru 55,7% þeirr­ar skoðunar. Mik­ill meiri­hluti kjós­enda annarra flokka taldi að ójöfnuður hefði auk­ist. Úrtakið var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Í því voru 1.225 manns á aldr­in­um 18–75 ára. Svar­hlut­fall var 62,4%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert