Skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV: Fólk telur ójöfnuð meiri nú

Mikill meirihluti fólks eða 71% telur að ójöfnuður í þjóðfélaginu hafi aukist á sl. fjórum árum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 17. til 23. apríl. Hins vegar töldu 18,2% að hann hefði staðið í stað og 10,7% að hann hefði minnkað.

Heldur færri karlar en konur töldu að ójöfnuður hefði aukist.Yngsti aldursflokkurinn, 18–24 ára, skar sig úr öðrum aldurshópum og þar voru 45,2% á því að ójöfnuður hefði staðið í stað en 35,5% að hann hefði aukist. Í öðrum aldurshópum var mikill meirihluti á því að ójöfnuðurinn hefði aukist.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru síst á því að ójöfnuður hefði aukist. Engu að síður voru 55,7% þeirrar skoðunar. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka taldi að ójöfnuður hefði aukist. Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 1.225 manns á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var 62,4%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert