Hvalveiðiskipið Dröfn RE 35 hefur verið á hrefnuveiðum á Steingrímsfirði í morgun. Skipið hefur siglt um allan fjörð í leit að hrefnu og alveg inn fyrir Bassastaði. Fram kemur á fréttavefnum Strandir.is, að íbúar á Hólmavík urðu vitni að því þegar fyrsta dýrið var skotið á vertíðinni rétt utan við höfnina á Hólmavík.
Stefnt var að því að veiða fimm dýr í apríl en veiðar hafa gengið brösuglega vegna tíðarfars. Alls stendur til að veiða 39 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári.