Fyrsta hrefnan skotin við Hólmavík

Dröfn á Steingrímsfirði í dag skömmu eftir að fyrsta hrefnan …
Dröfn á Steingrímsfirði í dag skömmu eftir að fyrsta hrefnan á vertíðinni var skotin. mynd/strandir.is

Hval­veiðiskipið Dröfn RE 35 hef­ur verið á hrefnu­veiðum á Stein­gríms­firði í morg­un. Skipið hef­ur siglt um all­an fjörð í leit að hrefnu og al­veg inn fyr­ir Bass­astaði. Fram kem­ur á frétta­vefn­um Strand­ir.is, að íbú­ar á Hólma­vík urðu vitni að því þegar fyrsta dýrið var skotið á vertíðinni rétt utan við höfn­ina á Hólma­vík.

Stefnt var að því að veiða fimm dýr í apríl en veiðar hafa gengið brös­ug­lega vegna tíðarfars. Alls stend­ur til að veiða 39 hrefn­ur í vís­inda­skyni á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert