Háskólinn á Akureyri fær fjárframlag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson í Háskólanum á …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson í Háskólanum á Akureyri í dag.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, til­kynnti í dag að rík­is­stjórn­in hefði ákveðið að verja 100 millj­ón­um króna til að hefja fram­kvæmd­ir við IV áfanga bygg­ing­ar­inn­ar á Sól­borg á ár­inu 2007.

Heild­ar­kostnaður við bygg­ingu IV áfanga ásamt lóðafram­kvæmd­um er áætlaður um 700 millj­ón­ir króna og stefnt er að því að verk­inu verði lokið á þrem­ur árum. Í ávarpi sem Þor­gerður Katrín flutti á fund­in­um kom m.a. fram að bygg­ing fjórða áfanga væri mik­il­væg­ur liður í þeirri áætl­un stjórn­valda og Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, að öll aðstaða fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir verði byggð upp í hús­næði á há­skóla­svæðinu á Ak­ur­eyri. Með því að ljúka fjórða áfanga skap­ist sá mögu­leiki að flytja nær alla starf­semi há­skól­ans úr Þing­valla­stræti yfir á Sól­borg og eru þannig veru­leg­ar lík­ur á að kennsla í kenn­ara­deild kom­ist fyr­ir í hús­næði há­skól­ans á há­skóla­svæðinu.

Í lok ávarps­ins af­henti Þor­gerður Katrín Guðmundi Heiðari Frí­manns­syni, staðgengli rektors, leik­fanga­gröfu sem tákn um að hefja aðgerðir sem allra fyrst. Að því loknu af­hjúpaði hún teikn­ing­ar af bygg­ingaráfang­an­um sem um ræðir og hannaður hef­ur verið af Glámu-Kím.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert