Keppt í flúðafimi í Elliðaánum

Sumardagskrá Kayaklúbbsins hófst í Elliðaánum í dag en þar var keppt í svokölluðu Elliðaárrodeo, eða í flúðafimi á straumkajak. Þangað voru nokkrir vaskir kajakræðarar mættir til þess að sýna hvað í þá væri spunnið.

Þrátt fyrir að það hafi verið dálítið kalt í veðri voru aðstæður prýðilegar að sögn keppenda og stemningin góð, enda flestir mættir til þess að njóta dagsins og hafa gaman að keppninni.

Á morgun kl. 13 verður svo sjókajaksumarið opnað með Reykjavíkurbikarnum kl 13. Þar verður keppt í 10 km kappróðri karla og kvenna. Jafnframt verður boðið upp á nýjan flokk 50 ára og eldri, að því er segir á vef Kayakklúbbsins.

Vefur Kayakklubbsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert