LSH komist í hóp fimm bestu

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Landspítalinn hefur sett sér það markmið að vera árið 2012 eitt af fimm bestu háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum hvað varðar árangur og afköst í vísindarannsóknum.

Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir öflugt vísindastarf forsendu góðrar heilbrigðisþjónustu og menntunar heilbrigðisstétta.

Í vísindastefnu sjúkrahússins segir að stefnt sé að því að fjárframlag stjórnvalda til vísindarannsókna fylgi þeirri þróun sem sé hjá norrænum háskólasjúkrahúsum og verði orðið 3% af veltu spítalans fyrir árið 2011. Jafnframt er gert ráð fyrir að vísindamenn spítalans sæki samsvarandi fjármagn til ytri samkeppnissjóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert