Þjóðin treystir Landspítalanum

Yfir 90% landsmanna bera mjög mikið eða frekar mikið traust til Landspítala – háskólasjúkrahúss. Svipaður fjöldi er mjög jákvæður eða frekar jákvæður gagnvart sjúkrahúsinu. Þetta er niðurstaða könnunar Capacent Gallup um LSH sem gerð var dagana 22. mars til 3. apríl sl. Hringt var í yfir 1.300 manns og var svarhlutfall rúm 61%.

Landsmenn telja LSH veita góða þjónustu, hafa góða reynslu af honum og segja að starfsfólkið leysi vel úr þeim málum sem lögð eru fyrir stofnunina. Í könnuninni kemur líka fram að þrír af hverjum fjórum telja að þjónusta LSH muni enn batna í nýju háskólasjúkrahúsi sem er í undirbúningi.

Einnig var kannað hversu hlynntir landsmenn eru því að LSH auglýsi þjónustu sína opinberlega, t.d. í fjölmiðlum og var niðurstaðan sú að yfir 24% voru mjög hlynnt því og um 37% frekar hlynnt. Tæp 27% sögðust mjög andvíg eða frekar andvíg því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert