Í þjónusta fyrir áskrifendur Morgunblaðsins verður opnuð á mbl.is í dag. Með þessari þjónustu bjóðast áskrifendum ýmis tilboð.
* Aðgangur að smáauglýsingavef með allt að 10 ókeypis auglýsingum á 30 daga fresti.
* Ókeypis aðgangur að pdf-útgáfu Morgunblaðsins.
* Aðgangur að þremur myndum úr myndasafni með 50% afslætti.
* Aðgangur að fimm ókeypis greinum úr gagnasafni á mánuði.
Á forsíðu mbl.is er hnappur sem smellt er á til að skrá sig. Þá birtist síða þar sem notendur geta slegið inn kennitölu sína. Í framhaldi er athugað hvort viðkomandi er áskrifandi og ef svo er er honum boðið upp á fyrrnefnda þjónustu.
Áskrifanda er sent lykilorð á uppgefið netfang og það gengur að allri þeirri þjónustu sem boðin er. Áskrifendum sem eru þegar skráðir fyrir einhverri af þessari þjónustu með mismunandi lykilorðum er gefinn kostur á að skipta út mörgum lykilorðum fyrir eitt.
Hver notandi er með sína síðu sem birtist þegar hann slær inn kennitölu sína. Þar geta notendur séð fjölda auglýsinga sem þeir hafa bókað, hversu margar myndir þeir hafa keypt og það sama gildir um greinar. Á þessari síðu eru einnig tenglar beint inn í þá þjónustu sem viðkomandi vill nýta sér.