Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma suðurs og norðurs og Suðurkjördæmis hafa hafnað framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja sem bárust of seint til kjörstjórnanna. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, oddvita yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, hafa samtökin hafa nú sólarhringsfrest til þess að kæra úrskurðinn til landskjörstjórnar.
Baráttusamtökin náðu að skila inn framboðslista í Norðausturkjördæmi, en framboðslistum var ekki skilað í Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.
Baráttusamtökin segja líklegt að úrskurðir yfirkjörstjórnanna verði kærðir, en ekki er búið að taka endanlega afstöðu til málsins að sögn forsvarsmanna samtakanna.