Hrópuðu bankarán og fengu tiltal

Lög­reglu­menn voru kallaðir með hraði að banka­úti­búi Glitn­is í Lækj­ar­götu í gær vegna til­kynn­ing­ar starfs­fólks um bankarán. Til­drög­in voru þau að hóp­ur dimmitter­andi fram­halds­skóla­nema í bæj­ar­ferð hafði komið með lát­um inn í bank­ann og hrópað að um bankarán væri að ræða. „Ég ætla að drepa þig," hrópaði ein­hver að auki að sögn Hann­es­ar Guðmunds­son­ar úti­bús­stjóra.

Fólki brá á ann­arri hæð

„Lög­regl­an var kom­in eft­ir eina til eina og hálfa mín­útu," sagði Hann­es. „Lög­regl­an fann krakk­ana sam­kvæmt lýs­ingu og gerði þeim grein fyr­ir al­vöru máls­ins. Svona lagað get­ur frá einu sjón­ar­horni verið glens og gam­an en frá öðru sjón­ar­horni háal­var­legt því lög­regl­an ók á vett­vang með blik­k­ljós­um og setti sig og aðra í ákveðna hættu. Af hálfu bank­ans munu eng­in eft­ir­mál verða af þessu."

Hann­es seg­ir að krakk­arn­ir hafi lík­lega talið sig vera að hegða sér að vík­inga­hætti með þess­um bægslagangi en hugs­un­ar­leysi hafi átt sinn þátt í því að þau vöktu um­rædd viðbrögð.

Tölu­vert hef­ur verið um dimmitter­andi fram­halds­skóla­nema í miðbæn­um að und­an­förnu og var gær­dag­ur­inn eng­in und­an­tekn­ing.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert