Íslenska kalkþörungafélagið ehf. fær vottun frá Túni

Íslenska kalkþör­unga­fé­lagið ehf. á Bíldu­dal fær í dag vott­un frá Vott­un­ar­stof­unni Túni um að fyr­ir­tækið starfi í sam­ræmi við regl­ur varðandi nám og vinnslu á nátt­úru­leg­um aðföng­um til líf­rænn­ar rækt­un­ar.

Vott­un­in nær til tveggja meg­in þátta í starf­semi Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins ehf.: (a) kalkþör­unga­náms á botni Arn­ar­fjarðar, svo og flutn­ings og meðferðar á hrá­efn­inu áður en það er tekið til frek­ari vinnslu, og (b) úr­vinnslu kalkþör­ung­anna og fram­leiðslu á hágæða fóðri og fóður­bæti­efn­um.

Með vott­un þess­ari fær fyr­ir­tækið heim­ild til að merkja og markaðssetja kalkþör­unga og afurðir úr þeim sem vottaðar nátt­úru­af­urðir og leyfi­leg aðföng í líf­ræna land­búnaðarfram­leiðslu.

Íslenska kalkþör­unga­fé­lagið ehf. er nýtt ís­lenskt fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar á Bíldu­dal við Arn­ar­fjörð. Fyr­ir­tækið er í eigu írska fyr­ir­tæk­is­ins Marigot Ltd. t/​a Celtic Sea Miner­als Ltd., sem á sér langa og far­sæla sögu í kalkþör­unga­vinnslu og fram­leiðslu á fóðurefn­um og bæti­efn­um, og ís­lenska fyr­ir­tæk­is­ins Björg­un­ar efh., sem hef­ur mikla reynslu af nýt­ingu efna á hafs­botni, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert