Kalkþörungaverksmiðja tekin til starfa á Bíldudal

Íslenska Kalkþörungafélagið bauð Bílddælingum í gær í kaffi og tertur til að fagna opnum Kalkþörungaverksmiðjunnar í bænum. Verksmiðjan er um 3000 fermetrar að stærð og er áætlað að framleiðslan verði allt að 55 þúsund tonn þegar hún verður komin í full afköst.

Til að byrja með er áætlað að framleiða um 10 til 15 þúsund tonn af kalkþörungamjöli. Nú þegar hafa fimm starfsmenn verið ráðnir en fljótlega verður fjölgað starfsmönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert