Segir Stuðla plásslausa

Gísli Þor­steins­son, lög­reglu­full­trúi hjá of­beld­is­brota­deild LRH, þar sem mál fimmtán ára gæslu­v­arðhalds­fanga er nú til rann­sókn­ar, seg­ir það rangt sem komi fram í máli Braga Guðbrands­son­ar, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, að lög­regla eigi að meta það hvort dreng­ur­inn verði flutt­ur á Litla-Hraun eða önn­ur úrræði verði nýtt, s.s. vist­un á lokaðri deild á Stuðlum.

Jafn­vel þó svo að það sé ekki í verka­hring lög­regl­unn­ar að hlutast til um vist­un­arstað, held­ur Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, hafi lög­regl­an samt kannað hvort hægt væri að setja dreng­inn á Stuðla. „En þar var allt fullt,“ bend­ir Gísli á. „Það er dóm­ara að úr­sk­urða um kröfu lög­regl­unn­ar og síðan Fang­els­is­mála­stofn­un­ar að ákveða hvar viðkom­andi er vistaður. Lög­regl­an stjórn­ar því ekki.“

Um­rædd­ur ung­ling­ur er fædd­ur 1991. Hann sit­ur nú í gæslu­v­arðhaldi í annað sinn á stutt­um tíma en hann hef­ur nokkuð oft komið við sögu lög­reglu frá ára­mót­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert