Tekið höndum saman umhverfis Tjörnina

mbl.is/ÞÖK

Fjöldi fólks hefur safnast saman við Reykjavíkurtjörn og myndað hring umhverfis hana en um er að ræða gjörning með þátttöku almennings í tengsum við listahátíðina List án landamæra, sem Landssamtökin Þroskahjálp, Fjölmennt, Átak, Öryrkjabandalag Íslands og Hitt Húsið standa að. Munu þátttakendur ganga saman hönd í hönd einn hring í kringum tjörnina.

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, er höfundur að gjörningnum, sem mun standa til klukkan 15. Um 1000 manns þarf til að mynda hring um Tjörnina og segir í dagskrá hátíðarinnar, að það að taka höndum saman og mynda hring óháð stétt og stöðu, augnlit og útlitsgerð, krefjist þess að við horfumst í augu við sjálf okkur, speglum okkur í vatninu og jafnframt horfumst við í augun á náunganum sem við höldumst í hendur við.

List án landamæra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka