Umferðaróhapp á æfingasvæði

Umferðaróhapp varð í dag á nýju æfingarsvæði sem Umferðarstofa hefur sett upp á gamla varnarsvæðinu á Suðurnesjum. Ökumaður Porsche sportbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann ók á girðingu sem afmarkar aksturssvæðið. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp ökumaðurinn ómeiddur en bifreiðin er talsvert skemmd eftir áreksturinn. Kalla þurfti eftir dráttarbifreið til þess að draga sportbílinn á brott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert