Umferðaröryggiskynning í Smáralind

Á kynningunni er áhersla lögð á öryggi barna í umferðinni. …
Á kynningunni er áhersla lögð á öryggi barna í umferðinni. Barnareiðhjól, reiðhjólahjálmar og barnabílstólar eru sýndir í Smáralind. mbl.is/ÞÖK

Frumherji hf. er með kynningu í Smáralind í dag milli kl. 11 og 16 í tilefni af umferðaröryggisviku Sameinuðu þjóðanna, en hún stendur yfir dagana 21.-28. apríl.

Á kynningunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að öryggisbúnaður bíla sé í lagi og það sé m.a. tryggt með því að láta skoða bílinn á réttum tíma. Einnig eru gefin góð ráð varðandi undirbúning bílsins fyrir sumarið. Áhersla verður á öryggi barna í umferðinni. Barnareiðhjól, reiðhjólahjálmar og barnabílstólar eru sýndir.

Ökuhermir er á staðnum og hægt er að spreyta sig á ökuprófi í honum o.fl. Þá gefst gestum Smáralindar kostur á að taka þátt í happdrætti, dregin verða út gjafabréf og ókeypis aðalskoðun á hálftíma fresti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka