Umferðaröryggiskynning í Smáralind

Á kynningunni er áhersla lögð á öryggi barna í umferðinni. …
Á kynningunni er áhersla lögð á öryggi barna í umferðinni. Barnareiðhjól, reiðhjólahjálmar og barnabílstólar eru sýndir í Smáralind. mbl.is/ÞÖK

Frum­herji hf. er með kynn­ingu í Smáralind í dag milli kl. 11 og 16 í til­efni af um­ferðarör­yggis­viku Sam­einuðu þjóðanna, en hún stend­ur yfir dag­ana 21.-28. apríl.

Á kynn­ing­unni er lögð áhersla á mik­il­vægi þess að ör­ygg­is­búnaður bíla sé í lagi og það sé m.a. tryggt með því að láta skoða bíl­inn á rétt­um tíma. Einnig eru gef­in góð ráð varðandi und­ir­bún­ing bíls­ins fyr­ir sum­arið. Áhersla verður á ör­yggi barna í um­ferðinni. Barn­areiðhjól, reiðhjóla­hjálm­ar og barna­bíl­stól­ar eru sýnd­ir.

Öku­herm­ir er á staðnum og hægt er að spreyta sig á öku­prófi í hon­um o.fl. Þá gefst gest­um Smáralind­ar kost­ur á að taka þátt í happ­drætti, dreg­in verða út gjafa­bréf og ókeyp­is aðalskoðun á hálf­tíma fresti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert