Hitinn í 22,6°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli

Ásbyrgi.
Ásbyrgi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hit­inn í Ásbyrgi mæld­ist 22,6°C klukk­an 15 í dag sam­kvæmt sjálf­virk­um mæl­ing­um og há­marks­hit­inn klukku­tím­ann á und­an var 23°C. Enn er afar heitt þar; nú klukk­an 17 var hit­inn 21,3°C stig. Þetta virðist vera hita­met hér á landi í apríl en eldra metið var 21,8°C á Sauðanesi 18. apríl 2003, að því er kem­ur fram á bloggsíðu Ein­ars Svein­björns­son­ar, veður­fræðings.

Á heimasíðu Veður­stof­unn­ar er tekið fram, að vill­ur geti leynst í gögn­um, sjálf­virkra stöðva, sem birt eru um leið og þau ber­ast án þess að farið hafi verið yfir þau.

Heimasíða Veður­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert