Búsetuúrræðum fyrir fatlaða fjölgað á Austurlandi

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi (SAUST), hafa undirritað samkomulag um verkefni til að fjölga búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi.

Samkomulagið er gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk, stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins 2006-2010. Samkomulagið felur í sér að félagsmálaráðuneytið ver samtals 70,8 milljónum króna á árinu 2007 til þess að styðja verkefni gagnvart geðfötluðu fólki á Austurlandi.

Fyrr í dag undirrituðu félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, þjónustusamning um þjónustu við fatlaða. Síðar í dag verður undirritaður þjónustusamningur um þjónustu við fatlaða og geðfatlaða á Húsavík.

Vefsíða félagsmálaráðuneytis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert