Verktakafyrirtækið Impregilo hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er harðlega vinnubrögðum yfirlæknis við Kárahnjúkavirkjun og þeim ásökunum á hendur fyrirtækinu, sem hann hafi haft í frammi. Segir Impregilo að ásakanir læknisins séu ýktar, misvísandi og rangar.
Í yfirlýsingunni segir, að Impregilo fagni athugun landlæknisembættisins á heilbrigðismálum við Kárahnjúka og voni um leið að hún muni leiða í ljós staðreyndir málsins og ekki síður endurbyggja traust á milli hagsmunaaðila.