Impregilo mótmælir vinnubrögðum og ásökunum læknis

Verk­taka­fyr­ir­tækið Impreg­i­lo hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem mót­mælt er harðlega vinnu­brögðum yf­ir­lækn­is við Kára­hnjúka­virkj­un og þeim ásök­un­um á hend­ur fyr­ir­tæk­inu, sem hann hafi haft í frammi. Seg­ir Impreg­i­lo að ásak­an­ir lækn­is­ins séu ýkt­ar, mis­vís­andi og rang­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir, að Impreg­i­lo fagni at­hug­un land­læknisembætt­is­ins á heil­brigðismál­um við Kára­hnjúka og voni um leið að hún muni leiða í ljós staðreynd­ir máls­ins og ekki síður end­ur­byggja traust á milli hags­munaaðila.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert