Nancy Pelosi íhugar Íslandsheimsókn

Nancy Pelosi hefur áhuga á að koma til Íslands.
Nancy Pelosi hefur áhuga á að koma til Íslands. Reuters

Orri Vigfússon hitti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins er hann hlaut Goldman-umhverfisverðlaunin fyrir baráttu sína til verndar villtum laxi í Atlantshafinu. Í samtali þeirra kom í ljós að Pelosi hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands.

„þinghúsinu í Washington var haldið hádegisverðarboð með nokkrum helstu þingmönnum Bandaríkjanna, og þar á meðal Nancy Pelosi. Þar var líka Barbara Boxer, sem er nýorðin formaður umhverfisverndar þingsins. Ég ræddi um það við Nancy Pelosi að hún kæmi til Íslands til að kynna sér landið og hún kom svo sérstaklega til mín að loknum málsverðinum og hélt áfram að spjalla og sagði mér þá að hún hefði mikinn áhuga á að koma til Íslands," segir Orri.

„Ég bauð henni að sjálfsögðu að koma og veiða lax," segir hann og hlær, "en ég veit ekki hvort hún gerir það, hún er ekki laxveiðimanneskja. Hún hefur hins vegar mjög mikinn áhuga á að koma og kynna sér hvað við erum að gera í orkumálum og slíku."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert