Á öryggissvæði sem verið er að ljúka við að girða af á Keflavíkurflugvelli verður allur nauðsynlegur aðbúnaður fyrir lið Atlantshafsbandalagsþjóða sem hingað kunna að koma til æfinga eða samstarfs á sviði varnarmála. Á svæðinu verður m.a. gistiaðstaða fyrir um 200 manns í rúmlega 100 íbúðum sem áður tilheyrðu varnarliðinu.
Erlingur Erlingsson, sendiráðsritari í utanríkisráðuneytinu, segir að ennfremur verði á svæðinu öll nauðsynleg aðstaða til að skipuleggja æfingar, og halda fundi og fyrirlestra í tengslum við æfingar. Umfang starfseminnar á svæðinu verður breytileg, og mun að mestu ráðast af þörf hverju sinni.
Starfslið Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli sér um gæslu á svæðinu, en almenn umferð um það verður takmörkuð.