Sjónlistadagur í Reykjavík

Efnt verður til Sjón­lista­dags í Reykja­vík 1. maí n.k en þá verða vinnu­stof­ur lista­manna og hönnuða opn­ar í báðum end­um bæj­ar­ins, á Kor­p­úlfs­stöðum og Selja­vegi 32 og á báðum stöðum verður hægt að skoða sam­sýn­ing­ar.

Dag­skrá­in hefst kl. 13 en þá opn­ar borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík Sjón­listamiðstöðina á Kor­p­úlfs­stöðum form­lega. Vinnu­stof­ur húss­ins verða opn­ar en þar eru starf­andi 40 mynd­list­ar­menn og hönnuðir. Hand­haf­ar Íslensku sjón­lista­orðunn­ar 2006, mynd­list­ar­menn­irn­ir Magnús Páls­son og Hild­ur Bjarna­dótt­ir og hönnuður­inn Guðrún Lilja Gunn­laugs­dótt­ir sýna verk sín í gömlu hlöðunni.

Einnig verður sýn­ing á afrakstri vetr­ar­starfs nem­enda Mynd­list­ar­skól­ans í Reykja­vík en skól­inn hef­ur rekið úti­bú að Kor­p­úlfs­stöðum í vet­ur. Fleira verður á dag­skrá, s.s. tísku­sýn­ing á veg­um Xirena skreytifatnaðar. Gesta­í­búðin verður til sýn­is en þar er rúm fyr­ir þrjá gesti hverju sinni. Opið verður á Kor­p­úlfs­stöðum til kl. 17.

Vinnu­stof­ur SÍM í Lista­manna­hús­inu Selja­vegi 32 verða opn­ar milli kl. 15 og 18. Á Selja­veg­in­um, þar sem höfuðstöðvar Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru áður til húsa, eru 47 vinnu­stof­ur mynd­list­ar­manna og sex her­bergja gesta­í­búð. Þar verður jafn­framt opnuð sýn­ing á verk­um fjög­urra lista­manna sem hafa lagt þungt lóð á vog­ar­skál­arn­ar í mynd­list­ar­kennslu gegn­um tíðina. Þetta eru list­mál­ar­arn­ir Bragi Ásgeirs­son, Ein­ar Há­kon­ar­son, Haf­steinn Aust­mann, Kjart­an Guðjóns­son og Kristján Davíðsson. Vill SÍM með þessu vekja at­hygli á öt­ulu ævi­starfi lista­mann­anna að vexti og viðgangi ís­lenskra sjón­lista. Sýn­ing­in verður opin milli kl. 14 og 17 fimmtu­daga, föstu­daga og laug­ar­daga til loka maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert