Þjófar handsamaðir í Grafarvogi

Lög­reglu­menn af svæðis­stöðinni í Grafar­vogi hand­tóku tvo karl­menn á þrítugs­aldri fyr­ir helg­ina en menn­irn­ir höfðu stolið tösku úr skóla í hverf­inu en í henni voru m.a. ferðatölva og sími.

Lög­regl­an seg­ir, að þjóf­arn­ir hafi reynt að malda í mó­inn en frá­sagn­ir þeirra hafi verið lítt trú­verðugar, ekki síst í ljósi þess að ör­ygg­is­mynda­vél­ar eru í um­rædd­um skóla en upp­tak­an af at­hæfi þjóf­anna var bæði skýr og greini­leg og kom að mjög góðum not­um við rann­sókn máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert