Tilboði Geysir Green Energy tekið

Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi.
Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi. mbl.is/ G. Rúnar

Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, hef­ur tekið til­boði Geys­ir Green Energy í 15,2% hlut rík­is­ins í Hita­veitu Suður­nesja. Til­boðið hljóðaði upp á rúma 7,6 millj­arða króna. Ásgeir Mar­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Geys­ir Green Energi, sagðist ánægður með þessa niður­stöðu og sæi mikla mögu­leika til framtíðar í hita­veit­unni, sem væri mjög vel rekið fyr­ir­tæki.

Ásgeir sagði að Hita­veita Suður­nesja væri mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri út­rás­ar­stars­femi, sem Geys­ir Green Energy vinn­ur nú að í öðrum lönd­um. Hann sagðist jafn­framt vera til­bú­inn til að skoða sam­starf við aðra hlut­hafa Hita­veitu Suður­nesja.

Geys­ir Green Energy er alþjóðlegt fjár­fest­ing­ar­fé­lag um sjálf­bæra orku­vinnslu og er í eigu FL Group, Glitn­is og VGK hönn­un­ar. Fyr­ir­tækið stefn­ir að því að fjár­festa fyr­ir 70 millj­arða króna víða um heim í ýms­um verk­efn­um tengd­um sjálf­bærri orku­fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka