Tímabært að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði SÞ

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í er­indi í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri í dag, að tíma­bært væri að sækj­ast eft­ir sæti í nýju mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna í sam­ráði og sam­vinnu við önn­ur Norður­lönd. Þá sagðist Val­gerður ætla að beita sér fyr­ir því eft­ir kosn­ing­ar, að Íslend­ing­ar setji sem fyrst á lagg­irn­ar eig­in mann­rétt­inda­stofn­un.

Sagðist Val­gerður hafa falið fé­lags­vís­inda- og laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri að kynna sér þess­ar regl­ur sem og annað alþjóðasam­starf á þessu sviði og skila skýrslu þar um.

Fram kom hjá Val­gerði, að Finn­ar sitja í mann­rétt­indaráði SÞ sem stend­ur, en kjör­tíma­bili þeirra lík­ur nú í sum­ar. Dan­mörk er nú í fram­boði með stuðningi allra Norður­landa og það skýrist um miðjan maí hvort Dan­ir nái kjöri. Í fram­haldi af því munu ís­lensk stjórn­völd skoða mögu­leika á því hvenær geti orðið af fram­boði Íslands í ráðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert