Tímabært að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði SÞ

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði í erindi í Háskólanum á Akureyri í dag, að tímabært væri að sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þá sagðist Valgerður ætla að beita sér fyrir því eftir kosningar, að Íslendingar setji sem fyrst á laggirnar eigin mannréttindastofnun.

Sagðist Valgerður hafa falið félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri að kynna sér þessar reglur sem og annað alþjóðasamstarf á þessu sviði og skila skýrslu þar um.

Fram kom hjá Valgerði, að Finnar sitja í mannréttindaráði SÞ sem stendur, en kjörtímabili þeirra líkur nú í sumar. Danmörk er nú í framboði með stuðningi allra Norðurlanda og það skýrist um miðjan maí hvort Danir nái kjöri. Í framhaldi af því munu íslensk stjórnvöld skoða möguleika á því hvenær geti orðið af framboði Íslands í ráðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert