Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör

Siðmennt vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Í fréttatilkynningu segir að Siðmennt vilji, að gefnu tilefni, ítreka þá afstöðu sína að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi.

Fyrir rúmu ári sendi Siðmennt allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra. Í greinargerð félagsins kom skýrt fram að Siðmennt studdi eindregið þær breytingar sem lagðar voru til á réttarstöðu samkynhneigðra samkvæmt lögum. Enn fremur kom fram í umsögn Siðmenntar skýr vilji til þess að lögum um hjúskap yrði breytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert