Verðlækkun í bakaríum fylgdi ekki lækkun á virðisaukaskatti

mbl.is/Þorkell

Verð í flestum bakaríum lækkaði minna en sem nemur lækkun virðisaukaskatts milli janúar og mars samkvæmt verðmælingum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í 21 bakaríi á höfuðborgarsvæðinu.

ASÍ segir, að algengt hafi verið, að verð lækkaði niður á næsta jafna tug í stað nákvæmrar lækkunar til samræmis við lækkun virðisaukaskatts. Virðisaukaskattur lækkaði úr 14% í 7% á brauði og kökum í bakaríum þann 1. mars sl. og því hefði verð til neytenda átt að lækka um 6,14%.

Algengast var að verð lækkaði milli 4 og 6 prósent en áberandi minnst verðlækkun varð í fjórum bakaríum, Café Konditori Cophenhagen við Suðurlandsbraut, Þórsbakaríi við Ármúla, Bernhöftsbakaríi við Bergstaðastræti og Kökuhorninu í Bæjarlind.

Verðmælingarnar verðlagseftirlits ASÍ voru gerðar í bakaríum í lok janúarmánaðar og aftur seinni partinn í marsmánuði.

Vefsíða ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert