Heimild Vinnueftirlits ríkisins liggur fyrir um að vinna megi í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar á nýjan leik, með ströngum skilyrðum um loftgæði.
Vinna hófst á kafla við aðgöng tvö á laugardagsmorgun og svo koll af kolli yfir helgina vestan frá og yfir miðjan kaflann milli aðganga 2 og 3, en þar sem göngin liggja hæst er þó enn unnið að því að koma fyrir loftræstibúnaði, m.a. að þræða rafmagnskapla niður um loftop og festa tækjabúnað til loftræstingar. Búist er við að því verði lokið innan tíðar.
Matthías Halldórsson, landlæknir er nú á Egilsstöðum og ræðir við yfirmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Hann fer brátt inn að Kárahnjúkum til að athuga aðstæður á vettvangi.