Baráttudagur verkamanna er haldin hátíðlegur um allan heim í dag 1. maí. Í tilefni dagsins verða haldnir baráttufundir um allt land. Í Reykjavík var safnast saman á Hlemmi kl. 13 og lagði gangan af stað kl. 13:30 niður Laugaveg á Ingólfstorg þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar mun Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, m.a. flytja ávarp.