Fjarri lagi að skýrslugerð hafi kostað tugi eða hundruð milljóna króna

Fé­lags­málaráðuneytið seg­ir það vera fjarri lagi að skýrslu­gerð hafi kostað tugi eða hundruð millj­óna króna og að allt of mikið hafi „brunnið upp í verðbólg­unni“, líkt og sem formaður Geðlækna­fé­lags Íslands hef­ur haldið fram varðandi fram­lög rík­is­ins til átaks í þjón­ustu við geðfatlaða 2006-2010.

Vegna um­mæla for­manns Geðlækna­fé­lags Íslands í fjöl­miðlum um fram­lög rík­is­ins til átaks í þjón­ustu við geðfatlaða 2006-2010 vill fé­lags­málaráðuneytið taka eft­ir­far­andi fram:

    Rík­is­stjórn­in ákvað að leggja átak­inu til 1 millj­arð króna af sölu­and­virði Sím­ans og 500 millj­ón­ir króna úr Fram­kvæmda­sjóði fatlaðra. Þessi fram­lög renna óskert til stofn­kostnaðar og upp­bygg­ing­ar á þjón­ustu­úr­ræðum.

    Átakið hófst í byrj­un árs 2006 með því að gerð var ver­káætl­un um fram­vindu þess og grein­ing á þjón­ustuþörf. Sú grein­ing leiddi í ljós að þörf væri fyr­ir sér­tæka bú­setuþjón­ustu og önn­ur stoðúrræði fyr­ir 160 ein­stak­linga.

    Formaður Geðlækna­fé­lags Íslands tel­ur skýrslu­gerð hafa kostað „ein­hverja tugi ef ekki hundrað millj­ón­ir“ króna og að allt of mikið af fram­lög­um rík­is­ins hafi „brunnið upp í verðbólg­unni“. Þetta er fjarri lagi auk þess sem rekst­ur verk­efn­is­ins er ekki fjár­magnaður með fram­an­greind­um fram­lög­um að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna.

    Rang­ar upp­lýs­ing­ar af þessu tagi eru ekki til þess falln­ar að greiða götu átaks í þágu geðfatlaðra. Verk­efnið er á áætl­un og á veg­um þess hef­ur nú þegar verið tryggt hús­næði fyr­ir 68 ein­stak­linga af þeim 160 sem átakið tek­ur til. Verk­efn­inu á að ljúka árið 2010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert