Félagsmálaráðuneytið segir það vera fjarri lagi að skýrslugerð hafi kostað tugi eða hundruð milljóna króna og að allt of mikið hafi „brunnið upp í verðbólgunni“, líkt og sem formaður Geðlæknafélags Íslands hefur haldið fram varðandi framlög ríkisins til átaks í þjónustu við geðfatlaða 2006-2010.
Vegna ummæla formanns Geðlæknafélags Íslands í fjölmiðlum um framlög ríkisins til átaks í þjónustu við geðfatlaða 2006-2010 vill félagsmálaráðuneytið taka eftirfarandi fram:
Átakið hófst í byrjun árs 2006 með því að gerð var verkáætlun um framvindu þess og greining á þjónustuþörf. Sú greining leiddi í ljós að þörf væri fyrir sértæka búsetuþjónustu og önnur stoðúrræði fyrir 160 einstaklinga.
Formaður Geðlæknafélags Íslands telur skýrslugerð hafa kostað „einhverja tugi ef ekki hundrað milljónir“ króna og að allt of mikið af framlögum ríkisins hafi „brunnið upp í verðbólgunni“. Þetta er fjarri lagi auk þess sem rekstur verkefnisins er ekki fjármagnaður með framangreindum framlögum að fjárhæð 1,5 milljarðar króna.
Rangar upplýsingar af þessu tagi eru ekki til þess fallnar að greiða götu átaks í þágu geðfatlaðra. Verkefnið er á áætlun og á vegum þess hefur nú þegar verið tryggt húsnæði fyrir 68 einstaklinga af þeim 160 sem átakið tekur til. Verkefninu á að ljúka árið 2010.