Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.isHeildarverðmæti hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja hf. er um 49 milljarðar kr., miðað við það verð sem verður í kaupsamningi ríkisins við Geysir Green Energy ehf. um sölu á liðlega 15% eignarhlut sínum. Fyrirtækið kaupir hlut ríkisins fyrir 7,6 milljarða kr.
Verðið sem Geysir Green Energy er tilbúið að greiða fyrir hlut ríkisins er langt umfram verðmat ríkisins sem þó hefur ekki verið gefið upp, mun hærra en hjá öðrum tilboðsgjöfum og þre- til fjórfalt það gengi sem notað hefur verið í viðskiptum með hlutabréfin á undanförnum árum.
Hlutur bæjarins 20 milljónir
Reykjanesbær á tæplega 3 milljarða kr. í HS, eða tæp 40%. Hlutur bæjarins hækkaði í gær í nærri 20 milljarða króna, miðað við tilboð Geysir Green Energy. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið tilbúið að skoða kaup á frekari hlutum í Hitaveitunni, verði þeir til sölu nú, en það sé þó fyrst og fremst tilbúið til að starfa með öðrum eigendum að framgangi hennar.