Vinnuslys við Kárahnjúka

Frá Kárahnjúkum.
Frá Kárahnjúkum. mbl.is/RAX

Vinnuslys varð á vinnusvæði Kárahnjúka í nótt. Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Seyðisfirði, valt vörubifreið við aðrennslisgöng 1 um fjögurleytið í nótt og er ökumaðurinn ekki sagður vera alvarlega slasaður.

Að sögn Óskars ók vörubifreiðin fram af u.þ.b. fimm metra háum stalli og endastakkst á jörðina. Ökumaðurinn slapp hinsvegar ótrúlega vel og er óbrotinn. Maðurinn, sem er útlendingur, var færður undir læknishendur á Neskaupstað.

Óskar segir að maðurinn muni vera undir eftirliti lækna þangað til á morgun.

Vörubifreiðin er hinsvegar ónýt segir lögregla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert