Framtíðarlandið segir Kárahnjúkavirkjun ekki hafa verið skynsamlega

Starfshópur á vegum samtakanna Framtíðarlandsins hefur sent frá sér greinargerð þar komist er að þeirri niðurstöðu, að bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði hafi ekki verið rétt og skynsamleg. Fullyrt er, að verulegt tap verði á framkvæmdinni ef reiknað sé með lágmarks afgjaldi fyrir landnotkun og hóflegar bætur greiddar fyrir umhverfisspjöll.

Í greinargerðinni er fjallað um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði með tilliti til sex þátta: Arðsemi, umhverfiskostnaðar, lýðræðis, byggðaþróunar og hagstjórnar.

Vefsíða Framtíðarlandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert