Leigubílastríð á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum

Leigubílastríðið heldur áfram.
Leigubílastríðið heldur áfram. mbl.is/Jim Smart

Fjölmargir bílstjóra hjá leigubílastöðvunum Aðalbílar í Reykjanesbæ og BSH í Hafnarfirði sögðu upp stöðvaplássum sínum þar í kjölfar þess að stöðvarnar skiptu um eigendur og tók uppsögnin gildi 30. apríl. Stöðvarnar voru keyptar af Nýju Leigubílastöðinni (NL) en að sögn framkvæmdastjóra NL, Einars Águstsonar höfðu bílstjórarnir ólöglegt samráð um hópuppsagnir og stofnuðu nýtt fyrirtæki Aðalstöðin-BSH.

Einar sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að búið væri að kæra rekstur Aðalstöðvarinnar-BSH til Vegagerðar Ríkisins og lögreglunnar þar sem reksturinn væri ekki með tilskilin starfsleyfi og notaði auk þess vörumerkið BSH.

Uppsagnirnar hafa verið kærðar til Samkeppniseftirlitsins sem kannar nú hvort um ólögmætt samráð bílstjóranna hafi verið að ræða.

Einar sagði að NL væri ungt fyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti á leigubílamarkaðnum. Hann sagði að hægt væri að nýta bílana betur og bjóða upp á afslætti á þeim tímum dags þegar lítið er að gera og með staðsetningartækjum í bílunum væri hægt að stýra flotanum betur og fleiri nýjungar væru í bígerð en að ekki hafi verið meiningin að breyta rekstrinum á Aðalbílum í Reykjanesbæ og BSH í Hafnarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert