Mesta frelsi fjölmiðla á Íslandi og í Finnlandi

Fjölmiðlar á Íslandi og í Finnlandi njóta mests frelsis í heiminum að mati bandarísku stofnunarinnar Freedom House, sem birt árlega skýrslu sína um frelsi fjölmiðla. Stofnunin segir jafnframt, að dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðasta ári, einkum þó í Asíu, í fyrrum löndum Sovétríkjanna og Suður-Ameríku.

Í ársskýrslu Freedom House segir jafnframt, að vaxandi tilhneiging sé til að takmarka frelsi á netinu með ritskoðun, áreiti eða með því að loka netsíðum þar sem reynt er að birta skoðanir sem eru andstæðar stefnu viðkomandi stjórnvalda.

Á eftir Íslandi og Finnlandi er fjölmiðlafrelsi mest í Belgíu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Verst er ástandið hins vegar í Mianmar, Kúbu, Líbýu, Norður-Kóreu og Túrkmenistan en þar eru óháðir fjölmiðlar ekki eða varla til.

Skýrsla Freedom House

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert