Niðurstöður könnunar um merkingu matvæla, sem Norræna ráðherranefndin fjármagnaði, sýna að Norðurlandabúar telja mikilvægt að upplýsingar eins og innihald, næringargildi, best fyrir dagsetning og upprunaland séu skýrt merktar á matvælaumbúðum.
Upplýsingar um upprunaland eru til að mynda mjög mikilvægar þegar um er að ræða kjöt og unna kjötvöru, en einnig þegar um er að ræða ávexti og grænmeti.
Samkvæmt könnuninni telja konur frekar en karlar, að innihaldslýsingar mikilvægari Í könnuninni er einnig sýnt fram á að merkingar á mat skipta fólk meiru máli eftir því sem það eldist.
Könnunin var gerð í haust meðal rúmlega eitt þúsund íbúa í hverju Norðurlandanna fyrir sig. Markmiðið var að kanna þarfir neytenda, óskir og forgangsröðun hvað varðar merkingar og upplýsingar um matvæli. Synovate Temo í Svíþjóð gerði könnuna í samstarfi við stjórnvöld sem fara með málefni matvæla á Norðurlöndunum. Gefin var út skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar.