Ráðherrar á reiðhjólum

00:00
00:00

Það rigndi á ráðherra og aðra reiðhjólagarpa þegar átakið Hjólað í vinn­una hófst í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum í Reykja­vík í morg­un. Jafn­framt er um að ræða fyr­ir­tækja­keppni. Sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, að í ráðuneyt­inu hefðu verið mynduð nokk­ur lið, þar á meðal eitt sem nefn­ist Ljós­k­urn­ar.

Í máli Jón­ínu Bjart­marz um­hverf­is­ráðherra kom m.a. fram, að aukn­ar hjól­reiðar séu ekki ein­göngu heil­brigðismál held­ur einnig um­hverf­is­mál sem dragi úr notk­un bif­reiða og þar með meng­un­inni sem þeim fylgi.

Gísli Marteinn Bald­urs­son borg­ar­full­trúi nefndi að fjöldi bíla í Reykja­vík, miðað við fjölda borg­ar­búa, sé svipaður því sem ger­ist í mestu bíla­borg­um Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert