Risessan arkar um Reykjavík

Átta metra risafígúra, Risessan, kemur til Reykjavíkur með skemmtileg ævintýr dagana 10. til 12. maí. Hér er um að ræða sýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe. Verkefnið er unnið í samstarfi Listahátíðar og Fransks vors á Íslandi.

Þar sem um risavaxinn viðburð er að ræða koma fjölmargar stofnanir og fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins eins og Framkvæmdasvið, Faxaflóahafnir, Orkuveitan, Strætó b.s .o.fl, ásamt slökkviliði og lögreglu sem bæði taka þátt og hafa gætur á gangi mála.

Royal de Luxe hefur ferðast um allan heim með sýningar sínar og leyft fólki að njóta ævintýranna sem þau skapa á hverjum stað fyrir sig. Hópurinn sló m.a. í gegn í Lundúnum í maí í fyrra með söguna um soldáninn á fílnum og ennfremur vakti hópurinn mikla hrifningu í Santiago í Chile í janúar á þessu ári. Royal de Luxe hefur ferðast um nær alla Evrópu, Afríku og Asíu en fyrsta sýning þeirra á Norðulöndum verður á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert