Bræðurnir Hermann Arnar og Kristján Friðrik Sigurðssynir á Auði Þórunni ÞH 344 komu að landi síðdegis í dag með um sex tonna afla eftir línuróður frá Húsavík. Þeir hafa gert bátinn út á leigukvóta frá því í ársbyrjun 2005 en hafa nú ákveðið að hætta úgerð og selt bátinn til Bolungarvíkur. Róðurinn í dag var þeirra síðasti á bátnum og óhætt að segja að þeir hafi hætt með glans því lestin var full og fiskur í körum á dekki.