Haft var eftir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í fréttum Útvarpsins í dag, að í augnablikinu væri ekki brýnt að ráðast í frekari einkavæðingu í orkugeiranum en sjálfsagt myndu slíkir hlutir gerast í framtíðinni. Hins vegar sé ekki tímabært að huga að því, að einkavæða Landsvirkjun.
„Ég sé ekkert í augnablikinu sem er brýnt að ráðast í en sjálfsagt gerast slíkir hlutir í framtíðinni," sagði Geir í samtali við RÚV.
Geir sagði við Útvarpið að hann væri ánægður með verð, sem fékkst fyrir hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en um hefði verið að ræða óvirkan eignarhluta.